Guðríðarkirkja í Grafarholti

gudridarkirkja

“Ólafur var fenginn til liðs við hönnunarteymi Guðríðarkirkju strax í upphafi og reyndist innlegg hans mjög mikilvægt. Hljóðvistin getur verið hörð og erfið í mörgum kirkjum. Áhersla var á að húsið yrði gott til söngs en jafnframt að hið talaða mál kæmist vel til skila og mér finnst það hafa tekist vel. Hljómurinn var ákveðinn í upphafi sem líkastur Skálholtsdómskirkju, þessvegna þegar ég heimsótti hana var gaman að heyra eitthvað kunnuglegt við hljóminn. Ólafur hjálpaði mér að taka eftir hljóði og kynnti fyrir mér skemmtilegar pælingar.
Tillaga var um stillanleg hljóðtjöld í safnaðarheimili og skála en vegna fjárskorts voru tjöldin einungis sett í safnaðarheimilið og er þörf að setja þau einnig í skálann vegna bergmáls. Langur ómtími hentar ekki heyrnardaufum og því þarf að beita röddinni sérstaklega, einnig erum við farin að nýta safnaðarsalinn í hópstarfi fyrir talað mál en röltum í kirkjuna og syngjum saman. Sætin eru með góðu tróði í baki þannig að ekki skiptir máli hvort kirkjan er full eða ekki.
Mér finnst hljóðvistin í kirkjunni hafa heppnast mjög vel og er mjög þakklát fyrir þetta samstarf og finnst það hafa gengið vel og vera kirkjunni til sóma.”
Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur

Hljóðráðgjöf