Einbýlishús Barðastöðum

einbyli-bardastodum-03

„Húsið okkar er með miklu opnu rými sem skiptist í stofu, eldhús og sjónvarpshol. Niðurlímt parket er á gólfum og loftið í opna rýminu er uppdregið  gipsloft, formað eftir þakinu og því er þar að stórum hluta mikil lofthæð. Í þessu rými var óþægilegt að horfa á  sjónvarp og hlusta á tónlist þar sem hljómburður var ekki í lagi. Þegar margir voru saman komnir í þessu rými með tilheyrandi hávaða þreyttist fólk fljótt. Við leituðum því til Trivium ráðgjafar  og ASK arkitekta til að finna lausn á þessu vandamáli.

einbyli-bardastodum-01

Trivium mælti með notkun á sérstökum hljóðdeyfandi plötum í loftin í ákveðnu magni í hverju rými. ASK arkitektar hönnuðu útlitið með það fyrir augum að láta líta út fyrir að loftin hefðu átt að vera svona frá upphafi. Sérverk sá um smíði og uppsetningu. Árangurinn var gjörbreyting á hljómburði í rýminu þannig að nú er þægilegt að hlusta á tónlist og horfa á sjónvarp þar. Óeðlilegur hávaði  eins og var þegar margir komu saman í  rýminu er nú horfinn.  Útlitið heppnaðist svo vel að loftin eru fallegri en áður að okkar mati.“
Sigríður og Kristján

Hljóðráðgjöf