Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

stofnun-vf-01

„Við höfum átt gott samstarf við Ólaf í gegnum tíðina.  Enda, er kom að hönnun á byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur var farið að ráðleggingum Ólafs og athygli beint að hljóðhönnuninni strax í upphafi hönnunarferlis.  Hversu fljótt hljóðhönnuður kom að verkinu er lykilatriði hversu vel til tókst,
það hefur haft mikil áhrif á hönnun byggingarinnar og um leið auðveldað alla eftirvinnu.

stofnun-vf-02

Sérstök natni var lögð við fyrirlestrarsalinn að utan sem og innan.  Að innan var hugað vel að því að hið talaða mál bærist órafmagnað um allan salinn og að utan er klæðning salarins sem eitt stórt hljóðísog í hinu opna miðrými hússins og gefur viðarklæðningin honum sérstakan blæ.  Á nokkrum stigum hönnunarinnar kom að því að skera niður kostnað verkþátta en þess var vandlega gætt að niðurskurðurinn bitnaði ekki á útfærslum hljóðhönnunar.
Kristján Garðarsson, arkitekt

Hljóðráðgjöf