Menningarhúsið Berg

berg

“Salurinn í Bergi hefur fengið mikið lof frá tónlistarfólki sem til okkar hefur komið. Salurinn hentar sérstaklega vel fyrir klassíska tónlist og hafa kórar og klassískir einleikarar lofað salinn í hástert. Salurinn þykir ekki henta alveg eins vel fyrir rafmagnaða tónlist. Salurinn hefur líka verið notaður fyrir fyrirlestra og ráðstefnur og þykir hann henta vel fyrir talað mál.
Fólki líður almennt afar vel í húsinu og á þar hljóðvistin trúlega stóran þátt. Anddyrið er rúmgott og með stórum gluggum en hljóð dempast vel þar og bergmál eða þvíumlíkt er ekki að valda truflun. Þetta skiptir okkur miklu máli því í húsið kemur fólk á öllum aldri og okkur finnst mikilvægt að öllum líði vel. Við í Menningarhúsinu Bergi erum heilt yfir ánægð með hvernig til hefur tekist.”
Gréta Arngrímsdóttir, framkvæmdastjóri Bergs menningarhúss

Hljóðráðgjöf