Trivium ráðgjöf býður upp á alhliða hljóðráðgjöf og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2006. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 undir nafninu Óhm ehf. Verkefnaflóran er fjölbreytt og mikil reynsla er innan fyrirtækisins. Lögð er áhersla á faglega verkfræðiráðgjöf, trausta og persónulega þjónustu ásamt vönduðum lausnum með þarfir viðskiptavinarins að leiðarljósi.

Grundvöllur framfara er að geta komið hugmyndum og þekkingu á framfæri.

Trivium er latneskt orð og táknar þríveginn. Trivium er samheiti yfir þrjár af hinum “sjö frjálsu listum” í háskólum miðalda: málfræði, mælskufræði og rökfræði. Trivium var undanfari fjórvegsins (quadrivium) sem telur tölvísi, flatarmálsfræði, stjarnfræði og sönglist.

Trivium felur í sér grunnstoðir málsins, framsetningu máls í riti og ræðu ásamt rökfræði og er því hornsteinn vel heppnaðra samskipta. Þó að þvívegurinn eigi upptök sín í hámenningu Grikkja og Rómverja þá verður því ekki neitað að grunnur hans á jafn vel við í dag og þá. Það samfélag sem við lesum um í sögubókum, dáumst að verkfræðilegum mannvirkjum og furðum okkur á hvernig margt sem nú er glatað hafi náð að blómstra, gæti ekki hafa lifað svona lengi án samskipta.

 

Það er ekki nóg að innbyrða þekkingu ef ekki er hægt að miðla henni. Þrívegurinn styrkir okkur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur, gerir okkur hæfari í að takast á við lífið og færari í að takast á við þau verkefni sem á vegi okkar verða. Hæfileiki þrívegarins var mikilvægur, er mikilvægur og verður ávallt mikilvægari í hraðari heimi. Það er kraftur í skynsamlegri umræðu.

Hljóðráðgjöf